Vill þingfund á morgun

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins óska í dag bréf­lega eft­ir því að for­seti Alþing­is beiti sér fyr­ir því að næstu dag­ar verði nýtt­ir til þing­funda þar sem ýmis aðkallandi fái um­fjöll­un. Eng­ir þing­fund­ir voru í dag og hafa ekki verið boðaðir á morg­un en þing­manna­nefnd fjall­ar nú um þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um máls­höfðun gegn fyrr­ver­andi ráðherr­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjálf­stæðis­flokkn­um hef­ur for­seti Alþing­is ekki orðið við þess­ari beiðni.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir vís­ar í bréfi sínu til þess, að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi farið fram á það við for­seta Alþing­is í gær, að rædd verði áríðandi mál sem brenna á þjóðinni á meðan þing­nefnd­ir fjalla um þings­álykt­un­ar­til­lög­un­ar. Seg­ir Ragn­heiður Elín, að þessu er­indi hafi ekki verið svarað á þing­fundi en fregn­ir hafi borist af því að for­seti hafi hafnað beiðninni á fundi for­sæt­is­nefnd­ar að lokn­um þing­fundi.

Seg­ir Ragn­heiður Elín afar brýnt, að þingið nýti tím­ann og fjalli um ýmis aðkallandi mál sem bíða um­fjöll­un­ar á Alþingi, s.s. niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í geng­is­trygg­ing­ar­mál­um, niður­stöðu Magma-nefnd­ar­inn­ar svo­kölluðu og dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur vegna virkj­ana í neðri hluta Þjórsár. Mörg önn­ur mætti nefna eins og stöðuna í Ices­a­ve, at­vinnu­mál og skulda­vanda heim­il­anna.
 
Þá ósk­ar Ragn­heiður Elín jafn­framt eft­ir því að for­seti þings­ins kalli for­menn þing­flokka sam­an til fund­ar hið fyrsta til þess að fara yfir dag­skrá þings­ins næstu daga.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert