„Alvarleiki málsins draup af andlitum“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að boðað hafi verið til fundar í stjórnarráðinu með formönnum allra flokka eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að verðtrygging lána með bindingu við erlenda gjaldmiðla væri óheimil.

„Í kjölfar dómsins kom nefnd um fjármálalegan stöðugleika saman og mat það svo að vissar líkur væru á því að íslenska bankakerfið myndi hrynja að nýju,“ segir Bjarni. „Alvarleiki málsins draup af andlitum embættismanna og ráðherra.“ Ríkisstjórnin hafi verið algjörlega óundirbúin.

Bjarni segir að þetta tilvik sé sambærilegt við það sem tillaga um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum byggist á. Ef gæta ætti ýtrustu sanngirni, jafnræðis og því fordæmi væri fylgt sem nú er í uppsiglingu væri rétt að leggja fram ákæru á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og Gylfa Magnússyni. Í greininni kemur andstaða Bjarna við ákærur af þessu tagi skýrt fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert