Fagna nýjum jarðgöngum

Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals heita Óshlíðargöng.
Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals heita Óshlíðargöng. mynd/bb.is

Bar­áttu­hóp­ur­inn ÁFRAM  VEST­UR hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem Alþingi og rík­is­stjórn er þakkað fyr­ir að bregðast skjótt við haustið 2005 og taka ákvörðun um Bol­ung­ar­vík­ur­göng þegar ljóst var að aðstæður höfðu breyst og að ráðast yrði án taf­ar í gerð jarðganga til þess að tryggja ör­yggi veg­far­enda.  Göng­in verða tek­in í notk­un á morg­un.

Í bar­áttu­hópn­um ÁFRAM  VEST­UR eru 13 ein­stak­ling­ar einkum bú­sett­ir á Vest­fjörðum sem vinna að því að afla stuðnings við end­ur­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar 60, frá Þing­eyri við Dýra­fjörð aust­ur að Bjarka­lundi í Aust­ur Barðastrand­ar­sýslu.

„Bar­áttu­hóp­ur­inn ÁFRAM  VEST­UR fagn­ar opn­un jarðganga milli Hnífs­dals og Bol­ung­ar­vík­ur og þeim löngu brýnu úr­bót­um á  sam­göng­um á norðan­verðum Vest­fjörðum sem þeim fylg­ir. Hóp­ur­inn þakk­ar Alþingi og rík­is­stjórn fyr­ir að bregðast skjótt við haustið 2005 og taka ákvörðun um göng­in þegar ljóst var að aðstæður höfðu breyst og að ráðast yrði án taf­ar í gerð jarðganga til þess að tryggja ör­yggi veg­far­enda.  Kann­an­ir hafa alla tíð sýnt ein­dreg­inn stuðning  lands­manna við þessa þörfu fram­kvæmd, sem Vest­f­irðing­ar sjálf­ir hafa ein­róma staðið sam­an um.
 
Miklu skipt­ir nú sem fyrr að öll­um sé ljós þörf­in fyr­ir brýn­ar úr­bæt­ur í sam­göngu­mál­um, að kröf­um sé stillt í hóf og ráðdeild­ar gætt við ráðstöf­un op­in­bers fjár og að góð samstaða sé um hvert skref. Vest­f­irðing­ar hafa leit­ast við að hafa þessi sjón­ar­mið að leiðarljósi og eru þakk­lát­ir fyr­ir mik­inn stuðning lands­manna.
 
ÁFRAM  VEST­UR send­ir Vest­f­irðing­um og lands­mönn­um öll­um bestu árnaðar- og ham­ingjuósk­ir með nýju jarðgöng­in við Ísa­fjarðar­djúp.“

 
Í hópn­um eru Hlyn­ur Þór Magnús­son, Reyk­hóla­sveit; Hauk­ur Már Sig­urðsson, Pat­reks­firði; Magnús Ólafs Hans­son, Pat­reks­firði; Ragn­ar Jör­und­ar­son, Pat­reks­firði, nú bú­sett­ur í Hafnar­f­irði; Eyrún Ingi­björg Sigþórs­dótt­ir, Tálknafirði; Sig­mund­ur Þórðar­son, Þing­eyri; Sig­urður Haf­berg, Flat­eyri; Sig­urður Pét­urs­son, Ísaf­irði; Sig­urður Jón Hreins­son, Ísaf­irði; Hall­dór Hall­dórs­son, Ísaf­irði; Eggert Stef­áns­son, Ísaf­irði; Krist­mann Krist­manns­son, Ísaf­irði; Krist­inn H. Gunn­ars­son, Bol­unga­vík.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert