Hægt að sækja 50 milljarða

Fiskiskipið Stormur.
Fiskiskipið Stormur.

Raun­hæft er að auka út­flutn­ings­verðmæti ís­lenskra sjáv­ar­af­urða um 50 millj­arða á næstu fimm árum, að mati Kristján Hjalta­son­ar sér­fræðings. Hann legg­ur til að veiðum á mak­ríl, loðnu og síld til bræðslu verði hætt og all­ur afli unn­inn um borð eða flutt­ur í land til vinnslu. Þá beri að auka fisk­eldi.  

Jafn­framt legg­ur til Kristján, sem er ráðgjafi hjá Facts of Sea­foods, til að stuðlað verði að betri veiðiaðferðum á bol­fiski og bættri meðferð um borð en sam­an eiga þess­ar til­lög­ur að skila þjóðarbú­inu stór­aukn­um tekj­um.

Hann legg­ur einnig til aukna vinnslu á fersk­um afurðum og upp­sjáv­ar­fiski til mann­eld­is; nýj­ar vinnslu­lín­ur fyr­ir auka­afla og áherslu á að vinnsl­an byggi á góðu hrá­efni, vöruþróun og fram­förum í fram­leiðslu­tækni.

Opni skrif­stof­ur í Afr­íku

Kristján tel­ur einnig mik­il­vægt að hlúa að rann­sókn­um, þróun og mennt­un. Það sé liður í að lengja í virðis­auka­keðjunni, svo sem þegar kem­ur að meðferð afla og auknu geymsluþoli. Með því að þróa nýj­ar pakkn­ing­ar fyr­ir fersk­ar og fryst­ar afurði megi stuðla að um­tals­verði verðmæta­aukn­ingu.

Hann tel­ur mik­il sókn­ar­færi í markaðssetn­ingu, svo sem með því að byggja upp markaðsstöðu fyr­ir ís­lensk­ar afurðir á nýj­um mörkuðum, s.s. í Rússlandi og Afr­íku­ríkj­um.

Kristján gerði grein fyr­ir hug­mynd­um sín­um á ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni fyr­ir skömmu og má nálg­ast fyr­ir­lest­ur hans hér.

Meðal tillagna Kristjáns um leiðir til að auka verðmæti sjávarafurða.
Meðal til­lagna Kristjáns um leiðir til að auka verðmæti sjáv­ar­af­urða.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka