Raunhæft er að auka útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða um 50 milljarða á næstu fimm árum, að mati Kristján Hjaltasonar sérfræðings. Hann leggur til að veiðum á makríl, loðnu og síld til bræðslu verði hætt og allur afli unninn um borð eða fluttur í land til vinnslu. Þá beri að auka fiskeldi.
Jafnframt leggur til Kristján, sem er ráðgjafi hjá Facts of Seafoods, til að stuðlað verði að betri veiðiaðferðum á bolfiski og bættri meðferð um borð en saman eiga þessar tillögur að skila þjóðarbúinu stórauknum tekjum.
Hann leggur einnig til aukna vinnslu á ferskum afurðum og uppsjávarfiski til manneldis; nýjar vinnslulínur fyrir aukaafla og áherslu á að vinnslan byggi á góðu hráefni, vöruþróun og framförum í framleiðslutækni.
Opni skrifstofur í Afríku
Kristján telur einnig mikilvægt að hlúa að rannsóknum, þróun og menntun. Það sé liður í að lengja í virðisaukakeðjunni, svo sem þegar kemur að meðferð afla og auknu geymsluþoli. Með því að þróa nýjar pakkningar fyrir ferskar og frystar afurði megi stuðla að umtalsverði verðmætaaukningu.
Hann telur mikil sóknarfæri í markaðssetningu, svo sem með því að byggja upp markaðsstöðu fyrir íslenskar afurðir á nýjum mörkuðum, s.s. í Rússlandi og Afríkuríkjum.
Kristján gerði grein fyrir hugmyndum sínum á íslensku sjávarútvegsráðstefnunni fyrir skömmu og má nálgast fyrirlestur hans hér.