Hættulegt að nota hraðastilli á blautum vegum

Spáð er rigningu víða um land næstu daga. Umferðarstofa vill benda ökumönnum á að við slíkar aðstæður lengist stöðvunarvegalengd töluvert enda veggrip mun síðra en á þurrum vegi.

Það borgar sig því að huga vel að hraða ökutækis og bili í næsta bíl. Þeir ökumenn sem gjarnan nota hraðastilli eða svokallað cruise control skulu hafa í huga að það getur reynst hættulegt að nota þann búnað þar sem hálka og vatn er á vegum og dæmi eru um óhöpp þar sem ökumenn hafa misst stjórn á bílum sínum við slíkar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka