Hættulegt að nota hraðastilli á blautum vegum

Spáð er rign­ingu víða um land næstu daga. Um­ferðar­stofa vill benda öku­mönn­um á að við slík­ar aðstæður leng­ist stöðvun­ar­vega­lengd tölu­vert enda veggrip mun síðra en á þurr­um vegi.

Það borg­ar sig því að huga vel að hraða öku­tæk­is og bili í næsta bíl. Þeir öku­menn sem gjarn­an nota hraðastilli eða svo­kallað cruise control skulu hafa í huga að það get­ur reynst hættu­legt að nota þann búnað þar sem hálka og vatn er á veg­um og dæmi eru um óhöpp þar sem öku­menn hafa misst stjórn á bíl­um sín­um við slík­ar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert