Kraftajötnar keppa í hamborgaraáti

Matardagar 2010 hófust í gær þegar forkeppni Matreiðslumanns ársins 2010 …
Matardagar 2010 hófust í gær þegar forkeppni Matreiðslumanns ársins 2010 fór fram. mbl.is/Matthías Þórarinsson

Krafta­jötn­ar munu kljást í Vetr­arg­arðinum í Smáralind í dag, en þar fer nú fram hátíðin Mat­ar­dag­ar 2010. Þeir munu taka þátt í Íslands­meist­ara­mót­inu í ham­borg­ara­áti, sem fer fram síðdeg­is í dag.

Þá munu sjón­varp­s­kokk­ar einnig etja kappi hver við ann­an síðar í dag, en verk­efnið þeirra er að und­ir­búa af­mæl­is­veislu fyr­ir 10 ára börn.

Mat­ar­dag­ar 2010, sem er fyrsta ár­lega mat­ar­hátíð Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, voru form­lega sett­ir í gær og verður mikið um að vera í tengsl­um við hátíðina um helg­ina.

Í gær hófst keppni um Mat­reiðslu­manns árs­ins 2010 og komust fimm kokk­ar áfram í loka­keppn­ina sem fer fram á sunnu­dag í Vetr­arg­arðinum. 

Það eru: Þórður Matth­ías Þórðar­son, hjá 1919, Sig­urður Krist­inn Har­alds­son, hjá VOX, Gúst­av Axel Guðjóns­son, hjá Fisk­fé­lag­inu, Ólaf­ur Ágústs­son, hjá VOX, og Vig­dís Ylfa Hreins­dótt­ir, hjá Fisk­fé­lag­inu.

Ásamt form­leg­um keppn­um á borð við Mat­reiðslu­mann árs­ins, súpu­keppni Knorr og keppn­inni um eft­ir­rétt árs­ins er ým­is­legt á boðstól­um fyr­ir áhuga­fólk um mat á öll­um aldri. Meðal ann­ars mæt­ir ís­lenska kokka­landsliðið á svæðið og sýn­ir hvernig þau út­búa kalt keppn­is­borð og sýni­kennsla verður í klaka­skurði.

Nán­ar um hátíðina hér.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka