Kvartað vegna upplýsinga sem birtust á vef Hæstaréttar

Persónuvernd mun senda Hæstarétti bréf vegna málsins.
Persónuvernd mun senda Hæstarétti bréf vegna málsins. mbl.is/Kristinn

Guðlaug Þor­steins­dótt­ir geðlækn­ir, sem stýr­ir átrösk­un­art­eymi við geðdeild Land­spít­al­ans, hef­ur sent Per­sónu­vernd kvört­un vegna upp­lýs­inga sem voru birt­ar um sjúk­dóma­sögu átrösk­un­ar­sjúk­lings á vef Hæsta­rétt­ar, en upp­lýs­ing­arn­ar þykja viðkvæm­ar.

Hæstirétt­ur staðfesti í vik­unni að svipta ætti konu um þrítugt sjálfræði svo hægt væri að veita henni meðferð við átrösk­un en kon­an er langt leidd af sjúk­dómn­um.

Dóm­ur­inn var birt­ur á vef Hæsta­rétt­ar. Fram kom á vefn­um press­unni.is, að Guðlaug telji upp­lýs­ing­arn­ar sem birt­ust á vefsíðu dóms­ins brjóta gegn friðhelgi einka­lífs kon­unn­ar.

Þórður Sveins­son, lögmaður hjá Per­sónu­vernd, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að kvört­un­in hafi borist í dag. Þetta sé til skoðunar og að Hæsta­rétti verði sent bréf vegna máls­ins á næst­unni. 

Ekki náðist í Guðlaugu við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert