Þingmenn Samfylkingarinnar standa frammi fyrir mjög erfiðu vali þegar atkvæði verða greidd um hvort höfða eigi mál á hendur fyrrverandi ráðherrum.
Talið er að fyrst verði borin upp tillaga um að ákæra Geir H. Haarde og síðan um að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Samþykki Samfylkingin ákæru á hendur Geir hafa sjálfstæðismenn í hendi sér hver niðurstaðan verður þegar atkvæði verða greidd um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu.
Sitji sjálfstæðismenn hjá duga atkvæði Samfylkingarinnar skammt til þess að hindra að Ingibjörg verði ákærð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.