Segist ekki hafa brotið lög

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir í bréfi til forsætisráðherra að breska fjármálaeftirlitið hafi komist að því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Kaupþings hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í Lundúnum. Sagt var frá bréfinu í fréttum Stöðvar 2.

Fram kom, að Hreiðar Már fjallar í bréfinu um rannsókn breska fjármálaeftirlitsins á starfsemi Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings.  Þar ber hann saman vinnubrögð breska fjármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitsins á Íslandi og segir að sem fyrrverandi forstjóri Kaupþingssamstæðunnar og stjórnarmaður í dótturfélaginu í London hafi hann ásamt öðrum stjórnendum mætt í fjölda yfirheyrslna hjá bresku stofnuninni. Hins vegar hafi Fjármálaeftirlitið á Íslandi ekki rætt við hann um eitt eða neitt í aðdraganda hrunsins, þrátt fyrir miklar og alvarlegar ásakanir í garð stjórnenda bankans.

Segir Hreiðar, að því er kom fram á Stöð 2, að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hafi eytt miklum tíma í að fara í gegnum gögn og tölvupósta að því er virðist fyrst og fremst til að leita að meintum glæpum og dregið alrangar ályktanir.  Í kjölfarið hafi stofnunin sett fram gríðarlega alvarlegar ásakanir án þess að hafa á nokkru stigi málsins rætt við þá sem ávirðingarnar beinist að. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert