Stöðvaði för strætó

Maðurinn endurtók leikinn skömmu síðar.
Maðurinn endurtók leikinn skömmu síðar.

Stræt­is­vagn á ferð um Von­ar­stræti í Reykja­vík varð fyr­ir óvænt­um töf­um þegar karl­maður tók sér stöðu fyr­ir fram­an vagn­inn og neitaði að færa sig.  

Að sögn sjón­ar­votta stóð maður­inn nokkra metra frá strætó­skýli þegar vagn­inn ók fram­hjá hon­um. Talið er að hann hafi ætlað að stíga um borð í stræt­is­vagn­inn en þegar hann hægði ekki á sér tók maður­inn á rás og staðnæmd­ist fyr­ir fram­an vagn­inn á næstu gatna­mót­um og neitaði að færa sig.

Hringt var á lög­reglu en þegar hún kom á staðinn var maður­inn horf­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni barst henni stuttu síðar annað sím­tal um að maður­inn hefði end­ur­tekið leik­inn. Ekki er vitað hvort lög­regl­an hafi haft hend­ur í hári hans.

Strætó tafðist nokkra stund vegna þess að maðurinn neitaði að …
Strætó tafðist nokkra stund vegna þess að maður­inn neitaði að færa sig.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert