Svartsýnisspá um hagvöxt

Arionbanki.
Arionbanki. mbl.is/Golli

Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningardeildar Arion banka rætist. Spáin verður kynnt í dag.

Spá greiningardeildar Arion banka er því mun svartsýnni en spár fjármálaráðuneytis og Seðlabanka.

Í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði 2,4 prósent og fjármálaráðuneytið spáði því svo haustið 2009 að hagvöxtur árið 2011 yrði 2,8 prósent og það ár yrðu umskipti í atvinnulífinu.

Bæði spá fjármálaráðuneytis og Seðlabanka gera ráð fyrir mun meiri stóriðjuframkvæmdum á næsta ári en gert er í spá Arion, en á spá bankans er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum í Helguvík, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert