Vilja þak á verðbætur

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Heddi

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna vilja að höfuðstóll verðtryggðra lána verði stillt­ur á stöðu höfuðstóls lán­anna eins og hann var í árs­lok 2007. Frá þeim tíma verði sett þak á ár­leg­ar verðbæt­ur. Þetta er meðal til­lagna sem sam­tök­in kynntu í dag.

Hags­muna­sam­tök­in segja að þetta þak geti hæst jafn­gilt efri vik­mörk­um verðbólgu­mark­miða Seðlabanka Íslands, eins og þau voru frá apríl 2001, það er 4,0% á ári. Þannig leiðrétt lán ættu að mati Hags­muna­sam­taka heim­il­anna að vera viðráðan­leg fyr­ir flesta lán­taka. Sam­tök­in vilja að það sem eft­ir standi verði af­skrifað án þess að skatt­ur sé lagður á af­skrift­ir.

Sam­tök­in krefjast þess að höfuðstóli geng­is­bund­inna hús­næðislána verði breytt í verðtryggt krónu­lán miðað við stöðu þeirra í lok árs 2007. Skil­mál­ar lán­anna taki mið af lægstu vöxt­um Seðlabank­ans af verðtryggðum lán­um eða lægstu vöxt­um viðkom­andi lán­veit­anda.

Sam­tök­in benda á að hrun varð í hag­kerf­inu vegna hátt­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja, hag­stjórn­ar­mistaka og rangra póli­tískra ákv­arðana. Í und­an­fara hruns­ins og sam­hliða því hafi skulda- og greiðslu­byrði heim­il­anna auk­ist mjög mikið. Sam­tök­in telja óeðli­legt að lán­tak­ar eigi að bera þann kostnað meðan fjár­mála­fyr­ir­tæki eiga að hafa tekj­ur af hátt­semi sinni og for­vera sinna.

Hags­muna­sam­tök­in benda á að á þriðja þúsund beiðnir séu núna komn­ir í nauðunga­sölu­ferli. Um 1.500 íbúðir séu í eigu fjár­mála­fyr­ir­tækja. Um 40 þúsund fjöl­skyld­ur eigi ekki fyr­ir óvænt­um út­gjöld­um. Þá hafi 18.000 manns flutt af landi brott á síðustu tveim­ur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert