Yfir 60% vilja ráðherra fyrir landsdóm

Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde þáverandi …
Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra mbl.is/Brynjar Gauti

Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að einhverjir af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu verði ákærðir fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi.

Alls sögðust 61,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja ákæra einhvern ráðherra fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki ákæra neinn af ráðherrunum.

Mikill munur er á afstöðu fólks til ákæranna eftir því hvaða stjórnmálaflokk það sagðist styðja. Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks ákæra einhvern af ráðherrunum fyrrverandi.

 Tæpur helmingur stuðningsmanna Samfylkingar vill ákæra ráðherra en rúmur helmingur vill það ekki. Um fjórðungur sjálfstæðismanna vill ákæra ráðherra, en þrír af hverjum fjórum segjast andvígir því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert