Það var fallegt veðrið við Skjálfanda í morgun þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík fór í siglingu á skonnortunni Hildi. Sunnanátt var og góður byr og bæði stagvent og kúvent eins og sagt er á siglingamáli.
Hildur náði allt að átta sjómílna hraða sem gerði siglinguna enn skemmtilegri og ekki skemmdu Kinnafjöllin stemminguna með sína snæviþöktu tinda.