Mikið er um vel rekin lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi sem jafnvel hafa flotið í gegnum ólgusjó í áranna rás og gætu staðið af sér allt annað en slíka holskeflu sem gengistryggðu lánin eru þeim.
Þetta segir Ferdinand Hansen, verkefnastjóri gæðastjórnunar hjá Samtökum iðnaðarsins. Hann segir fyrirtækin mörg hver blómleg ef miðað er við þær forsendur sem gefnar voru þegar lánin voru tekin.
Hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson segir ljóst að jafnræðisreglan sé mölbrotin ef lagasetning á borð við þá sem viðskipta- og efnahagsráðherra boðar nær fram að ganga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.