Vínbúð í gamla fangelsinu

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. www.mats.is

Opnuð hefur verið vínbúð í húsnæði á Seyðisfirði þar sem lögreglustöðin var áður til húsa. Bæjarstjórinn segir við vef Austurgluggans, að um sé að ræða klassíska aðferðafræði ríkisins þar sem peningar sparist hjá ákveðnum embættum en ekki ríkinu sjálfu.

Haft er eftir Ólafi Sigurðssyni, bæjarstjóra, að sýslumannsembættinu sé ætlað að spara peninga með að hætta að leigja húsnæði af Fasteignum ríkisisns.

„Á þeim gjörningi sparar ríkið ekki krónu. Síðan selja Fasteignir ríkisins húsið til ÁTVR fyrir einhverja sýndarfjárhæð sem er auðvitað bara millifærsla á tölum því eigandinn er eftir sem áður íslenska ríkið.“

Ólafur segir verst, að búið sé að brjóta niður fangaklefana og gerbreyta húsinu þannig að það verði aldrei aftur að lögreglustöð. Nú hafi lögreglan enga aðstöðu á Seyðisfirði en bænum er þjónað frá Egilsstöðum.

Austurglugginn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert