Jarðskjálfti að stærð 3,7 stig varð á tólfta tímanum í kvöld við Hamarinn undir
norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrr í kvöld, eða klukkan 21:11, varð jarðskjálfti, sem mældist 3,4 stig, á sama stað.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa um tveir tugir eftirskjálfta fylgt þessum skjálftum. Hamarinn er megineldstöð suðvestur af Bárðarbungu en Veðurstofan segir, að enginn gosórói hafi mælst.