Snarpur jarðskjálfti á Vatnajökli

Bárðarbunga á Vatnajökli.
Bárðarbunga á Vatnajökli.

Jarðskjálfti að stærð 3,7 stig varð á tólfta tímanum í kvöld við Hamarinn undir
norðvestanverðum Vatnajökli. Fyrr í kvöld, eða klukkan 21:11, varð jarðskjálfti, sem mældist 3,4 stig, á sama stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa um  tveir tugir eftirskjálfta fylgt þessum skjálftum.  Hamarinn er megineldstöð suðvestur af Bárðarbungu en Veðurstofan segir, að enginn gosórói hafi mælst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka