Fréttaskýring: Bankarnir byggðu á sandi

Stóru bankarnir þrír gáfu upp ónákvæma mynd af eiginfjárstöðu sinni, …
Stóru bankarnir þrír gáfu upp ónákvæma mynd af eiginfjárstöðu sinni, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Staðan hafi ekki verið jafn sterk og gefið var til kynna. mbl.is

Ef aðeins er horft á grunnþátt eig­in­fjár­grunns bank­anna, það er eig­in fé hlut­hafa sam­kvæmt árs­reikn­ingi að frá­dregn­um óefn­is­leg­um eign­um, þá var veikt eigið fé bank­anna þriggja rúm­lega 50% grunnþátt­ar­ins um mitt ár 2008. Þetta kem­ur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

Mikl­ar óefn­is­leg­ar eign­ir fé­laga hafa verið í umræðunni að und­an­förnu en haft var eft­ir Vil­hjálmi Bjarna­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fjár­festa, í síðustu viku að ætla megi að 90% af um 1.000 millj­arða óefn­is­leg­um eign­um skráðra fé­laga í ís­lensku kaup­höll­inni hafi verið froða og því í raun verðlaust.

Sú niðurstaða á ekki að koma á óvart ef litið er til skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

Þannig kem­ur þar glögg­lega fram hvert vægi óefn­is­legra eigna í efna­hags­reikn­ingi stóru bank­anna þriggja var áður en þeir riðuðu til falls haustið 2008. Vikið er að veikri eig­in­fjár­stöðu bank­anna í 7. bindi skýrsl­unn­ar en þar seg­ir orðrétt: 

„Hjá bönk­un­um þrem­ur nam því veikt eigið fé sam­tals um 300 millj­örðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eig­in­fjár­grunn­ur bank­anna sam­tals um 1.186 millj­arðar króna. Því var veikt eigið fé rúm­lega 25% af eig­in­fjár­grunni bank­anna.

Ef aðeins er horft á grunnþátt eig­in­fjár­grunns­ins, þ.e. eigið fé hlut­hafa sam­kvæmt árs­reikn­ingi að frá­dregn­um óefn­is­leg­um eign­um, þá var veikt eigið fé bank­anna þriggja rúm­lega 50% grunnþátt­ar­ins um mitt ár 2008.“

Krosseigna­tengsl­in veiktu bank­anna

Vikið er að krosseigna­tengsl­um bank­anna þriggja og hvernig skráð eign í hinum stóru bönk­un­um hafi veikt eigna­safn hvers banka fyr­ir sig með því að auka áhætt­una í efna­hags­reikn­ingn­um.

„Á sama hátt og með veikt eigið fé hvers banka fyr­ir sig má líta á sam­tölu veiks eig­in fjár bank­anna hvers fyr­ir sig ásamt kross­fjár­mögn­un sem veikt eigið fé kerf­is­ins. [B]ein fjár­mögn­un á eig­in hlut­um sam­tals hjá bönk­un­um þrem­ur jókst veru­lega frá byrj­un árs 2006 fram á mitt ár 2008. Kross­fjár­mögn­un­in jókst hins veg­ar frá byrj­un árs 2006 fram á mitt ár 2007 og náði há­marki í sept­em­ber 2007 í tæp­um 150 millj­örðum króna.

Eft­ir það dróst hún sam­an um tæp­an þriðjung fram að miðju ári 2008. Um mitt ár 2008 nam bein fjár­mögn­un bank­anna á eig­in hluta­bréf­um ásamt kross­fjár­mögn­un á hluta­bréf­um hinna um 400 millj­örðum króna.

Ef aðeins er horft á grunnþátt eig­in­fjár­grunns­ins, þ.e. eigið fé hlut­hafa sam­kvæmt árs­reikn­ingi að frá­dregn­um óefn­is­leg­um eign­um, sést að veikt eigið fé kerf­is­ins nam um 40% grunnþátt­ar­ins í lok árs 2006. Seinni hluta árs 2007 fór þetta hlut­fall upp í 70% og sveiflaðist um þau mörk fram að falli bank­anna.“

Dró úr stöðug­leika kerf­is­ins

Sér­fræðing­ar nefnd­ar­inn­ar telja að krosseigna­tengsl­in hafi dregið úr stöðug­leika banka­kerf­is­ins og að of­metið eig­in fé hafi átt þátt í örum vexti bank­anna.

„Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is tel­ur að fjár­mögn­un eig­in fjár í ís­lenska banka­kerf­inu hafi verið að svo stór­um hluta byggð á láns­fé úr kerf­inu sjálfu að stöðug­leika þess var ógnað. Sér í lagi voru eign­ar­hlut­ir stærstu hlut­hafa bank­anna skuld­sett­ir. Þetta olli því að bank­arn­ir og stærstu eig­end­ur þeirra voru afar viðkvæm­ir fyr­ir tapi og lækk­un hluta­bréfa­verðs.“

Eig­in­fjárstaðan stór­lega of­met­in

Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar er af­drátt­ar­laus þegar efna­hags­reikn­ing­ar bank­anna eru ann­ars veg­ar. 

„Sú þrönga túlk­un sem fjár­mála­fyr­ir­tæk­in byggðu á í út­reikn­ingi sín­um á eig­in fé leiddi til þess að eigið fé þeirra var skráð hærra held­ur en ef áður­nefndri túlk­un rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar hefði verið fylgt. Of hátt skráð eigið fé banka eyk­ur getu hans til vaxt­ar, geta bank­ans til að tak­ast á við áföll minnk­ar hins veg­ar og þar með eykst áhætt­an á gjaldþroti.

Tap inn­stæðueig­enda og annarra lán­ar­drottna verður meira en ella við gjaldþrotið við þess­ar aðstæður. Ef um kerf­is­lega mik­il­væg­an banka er að ræða, eins og raun­in var hér á Íslandi, verður kostnaður­inn fyr­ir þjóðfé­lagið í heild einnig veru­leg­ur, eins og raun ber vitni.“

Vikið að lög­um um lág­mark eig­in fjár banka sem voru í gildi á Íslandi á út­rás­ar­tíma­bil­inu en fram­kvæmd þeirra var nán­ar út­færð í regl­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

„Regl­urn­ar byggja á svo­kölluðum Basel-II stöðlum og kveða á um að eig­in­fjár­grunn­ur banka skuli ávallt nema yfir 8% af áhætt­u­grunni, sem er mæli­kv­arði fyr­ir eign­ir bank­ans og áhættu vegna þeirra.

Gaf ranga mynd af stöðu bank­anna

Nefnd­in tel­ur að þótt hlut­fall­inu hafi verið náð hafi það ekki end­ur­speglað raun­veru­leg­an styrk bank­anna.

„Eig­in­fjár­hlut­föll Glitn­is, Kaupþings og Lands­bank­ans voru, í upp­gjör­um, ávallt nokkuð yfir hinu lög­bundna lág­marki. Hins veg­ar tel­ur rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is að þau eig­in­fjár­hlut­föll hafi ekki end­ur­speglað raun­veru­leg­an styrk bank­anna og fjár­mála­kerf­is­ins í heild til að þola áföll. Þetta er vegna um­tals­verðrar áhættu sem bank­arn­ir báru vegna eig­in hluta­bréfa, bæði í gegn­um bein veð fyr­ir lán­um og fram­virka samn­inga um eig­in hluta­bréf.“

Vikið er að veikri eiginfjárstöðu bankanna í 7. bindi skýrslunnar.
Vikið er að veikri eig­in­fjár­stöðu bank­anna í 7. bindi skýrsl­unn­ar.
Um þetta graf segir í skýrslunni á blaðsíðu 193:
Um þetta graf seg­ir í skýrsl­unni á blaðsíðu 193: "Á mynd 17 sést sam­an­lagt eigið fé allra þriggja bank­anna en á mynd­inni er sýnt um­fang beinn­ar eig­in fjár­mögn­un­ar, þ.e. veiks eig­in fjár, alls kerf­is­ins ásamt kross­fjár­mögn­un. Á sama hátt og með veikt eigið fé hvers banka fyr­ir sig má líta á sam­tölu veiks eig­in fjár bank­anna hvers fyr­ir sig ásamt kross­fjár­mögn­un sem veikt eigið fé kerf­is­ins. Á mynd­inni má sjá að bein fjár­mögn­un á eig­in hlut­um sam­tals hjá bönk­un­um þrem­ur jókst veru­lega frá byrj­un árs 2006 fram á mitt ár 2008."
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert