Bjargaði lífi stóru systur

Alexandra og Ronja eru ósköp venjulegar systur sem tengjast sérstökum …
Alexandra og Ronja eru ósköp venjulegar systur sem tengjast sérstökum böndum. mbl.is/Gísli Baldur

Alexandra Líf Ólafsdóttir getur þakkað litlu systur sinni fyrir að vera enn á lífi. Eftir að Alexandra greindist með MDS-krabbamein fyrir rúmu ári var ljóst að hún þurfti að reiða sig á annað en bara lyfjagjöf. Hún þurfti að reiða sig á beinmergsgjöf frá systur sinni.

Báðar systur Alexöndru reyndust hæfir beinmergsgjafar. Ronja, sú eldri, varð fyrir valinu. „Ronja er svo fílhraust, frumurnar hennar eru svo sterkar, að við treystum því að hún myndi bjarga henni,“ segir Ólafur Páll Birgisson, faðir stúlknanna, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alexandra og Ronja búa ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum í Hróarskeldu. Undanfarin ár hafa reynst fjölskyldunni erfið. Aðeins ári eftir að Alexandra greindist með krabbamein í fyrra skiptið af tveimur, drukknaði yngri bróðir hennar sem þá var aðeins þriggja ára gamall.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert