ESB lætur hart mæta hörðu

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins Reuters

Evr­ópu­sam­bandið ætl­ar að mæta Íslandi og Fær­eyj­um af hörku vegna ein­hliða ákvörðunar þess­ara landa um mak­ríkveiðikvóta. Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði á blaðamanna­fundi í Brus­sel í dag, að fram­ferði ríkj­anna tveggja væri óviðun­andi.

Gagn­rýndi hún harka­lega ákv­arðanir beggja ríkja um að auka ein­hliða kvóta á mak­ríl í ár og sagði fram­ferði þeirra óviðun­andi.

„Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg­ur hef­ur byggt upp stofn­inn í norðaust­ur Atlants­hafi. Magnið af mak­ríl sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafa tekið úr haf­inu í ár er langt um­fram það sem þeir hafa veitt áður. Aðgerðir þeirra grafa einnig und­an til­raun­um okk­ar eig­in fiskiðnaðar til þess að vernda stofn­inn,“ sagði Dam­anaki.

Sagðist hún hafa skýrt umboð frá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherr­um sam­bands­ins, sem nú funda í Brus­sel, til þess að semja við Íslend­inga og Fær­ey­inga.

„Við mun­um ekki greiða hvaða gjald sem er fyr­ir sam­komu­lag,“ sagði hún. Ef ósann­gjarn­ar kröf­ur yrðu sett­ar fram af hálfu land­anna tveggja væri sam­bandið til­búið til að bregðast við, sér­stak­lega með til­liti til samn­inga sam­bands­ins við lönd­in um veiðar á öðrum fisk­teg­und­um.

Dam­anaki tók fram, að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins tengi deil­urn­ar um mak­ríl­veiðar ekki við aðild­ar­viðræður Íslands við sam­bandið.

Dalmanaki ræðir við breska og skoska ráðherra á fundi ESB …
Dalmanaki ræðir við breska og skoska ráðherra á fundi ESB um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál. FRANCO­IS LENO­IR
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert