Flóðin í Holtsá og Svaðdælisá eru í rénun að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Vestan við Svæðdælisá er vatn á akgrein til vesturs en ekkert vatn er á vegunum við Holtsá. Votviðrasamt hefur verið á svæðinu en þar rigndi til miðnættis í nótt. Smá skúr var um tvöleytið í nótt en að öðru leyti þurrt.
Að sögn lögreglunnar hefur verið þungt yfir jöklinum í nótt en nú mun vera að létta til. Er því gert ráð fyrir að flóðin gangi til baka síðar í dag.
Vegagerðin og Suðurverk unnu við að moka jarðefnum frá brúnni við Svaðbælisá austan Þorvaldseyri til klukkan tvö í nótt en flóðin báru með sér mikið af gosefnum.