Gervifæturnir lausir úr tolli

Óskar Þór Lárusson skósmiður, Anton Jóhannsson stoðtækjafræðingur og Johann Snyders, …
Óskar Þór Lárusson skósmiður, Anton Jóhannsson stoðtækjafræðingur og Johann Snyders, stoðtækjafræðingur frá Suður-Afríku, nota tímann til þess að skoða sig um í Jerúsalem. Hér eru þeir við Grátmúrinn. mbl.is

Íslensku stoðtækja­smiðirn­ir sem beðið hafa frá því á miðviku­dag eft­ir að fá gervi­fæt­ur leysta úr tolli í Ísra­el eru loks bún­ir að fá þá af­henta. Þeir von­ast til að kom­ast inn á Gasa á morg­un.

Að sögn Óskars Þórs Lárus­son­ar, skósmiðs, feng­ust gervi­fæt­urn­ir loks laus­ir úr tolli síðdeg­is að staðar­tíma eft­ir að um 600 þúsund krón­ur höfðu verið greidd­ar í sekt, skatta og tolla fyr­ir þá.

Hann seg­ir að svo virðist sem geðþótta­ákv­arðanir ráði því hvernig tekið sé á mál­um í toll­in­um. „Í fyrri ferð sem við fór­um hingað var ekk­ert vanda­mál og við löbbuðum í gegn um græna hliðið. Þá vor­um við með öll sömu leyfi og nú,“ seg­ir Óskar Þór.

Hóp­ur­inn þarf að bíða til morg­uns eft­ir að kom­ast inn á Gasa þar sem landa­mæra­stöðin við Erez lok­ar á há­degi. „Það er ekk­ert grín að kom­ast þar inn held­ur en við erum með leyfi frá liðsfor­ingja á landa­mæra­stöðinni um að við meg­um koma þar inn með efnið.“

Ef allt geng­ur að ósk­um munu þeir geta hafið störf á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert