Víðir Smári Petersen háskólanemi tók í dag sæti á Alþingi í fjarveru Jóns Gunnarssonar. Víðir Smári er yngsti þingmaður sem sest hefur á Alþingi frá upphafi, aðeins 21 árs og 319 daga gamall. Hann segir það heiður að fá að setjast á þing.
Hann sagðist fyllast heiðri og stolti að fá að taka þátt í greiða atkvæði um jafn mikilvægt mál og nú er rætt á Alþingi.
En Víði er fleira til lista lagt því hann tók burtfararpróf á klarínett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2008. Hann hefur verið formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins undanfarin þrjú ár of g er í rokkhljómsveitinni Mikado, auk þess að hafa leikið með fjölmörgum blásara- og sinfóníuhljómsveitum í gegnum árin.
Foreldar hans eru ákaflega stolt af syninum og báðu Víði um að senda sér skilaboð þegar hann héldi ræðu á Alþingi. Hann er á mælendaskrá um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn ráðherrum, sem nú stendur yfir á Alþingi.
Hér er hægt að lesa meira um nám og störf Víðis