Nýtt helgarblað í frídreifingu í október

Haus nýja blaðsins.
Haus nýja blaðsins.

Nýtt helgarblað kemur út í október. Blaðið heitir Fréttatíminn og verður prentað í um 82.000 eintökum og dreift  á höfuðborgarsvæðinu og  Akureyri auk sértækrar dreifingar á öðrum stöðum landsins. Fréttatíminn mun koma út árla föstudagsmorgna.

Fréttatíminn mun flytja nýjustu fréttir, ítarlegar fréttaskýringar um málefni líðandi stundar og leggja sérstaka rækt við viðtöl við áhugavert fólk af öllu tagi.

Eigendur Fréttatímans er starfsmenn blaðsins.  Nákvæm grein verður gerð fyrir hópnum í fyrsta tölublaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um útkomu blaðsins.

"Ég tel að það sé djúp þörf fyrir útbreitt blað sem enginn vafi leikur á um að eigi sig sjálft. Við, sem erum að baki Fréttatímanum, tilheyrum ekki viðskiptasamsteypu, stjórnmálaflokki eða einhverjum þrýstihópi. Við erum engum háð nema sjálfum okkur og auðvitað því að lesendur hafi áhuga á blaðinu. Við viljum að Fréttatíminn verði blað fólksins," segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans.

Brot blaðsins er hefðbundið dagblaðabrot. Prentun og dreifing er í höndum Landsprents og Árvakurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert