Skiptar skoðanir á fundi Samfylkingarinnar

Frá fundi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Frá fundi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Fundurinn gekk bara mjög vel. Þetta var mjög málefnaleg og góð umræða,“ segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, en Samfylkingin í Kópavogi boðaði til fundar í kvöld um niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar sem fjallað hefur um mögulegar ákærur á hendur fyrrum ráðherrum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Magnús Orri er fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni ásamt Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni flokksins, og gerðu þau grein fyrir niðurstöðum hennar á fundinum. Aðspurður sagði Magnús að skiptar skoðanir hafi að verið á honum um málið og að „öll sjónarmið“ varðandi það hefðu heyrst.

Þess má geta að fundurinn var auglýstur sem opinn fundur en fjölmiðlamönnum sem mættu á hann var hins vegar vísað frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert