Önnur umræða er hafin á Alþingi um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn ráðherrum fyrir landsdómi. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem lagði tillögurnar fram, gerði gerin fyrir áliti meirhluta nefndarinnar sem fjallaði um tillögurnar milli umræðna.
Þingmannanefndin skilaði tveimur álitum um tillögurnar. Meirihluti nefndarinnar, 7 þingmenn, leggja ekki til að gerðar verði neinar breytingar á tillögunum. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiluðu séráliti og leggja til að tillögurnar verði felldar.