Umskipti í stjórn VGR

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í Reykjavík fyrir skömmu með 113 atkvæðum. Mótframbjóðandi hennar, Andrés Ingi Jónsson hlaut 57 atkvæði. Sólveig er ein níumenninganna sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi.

Andrés Ingi var áður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra í tíð Álfheiðar Ingadóttur og var hann boðinn fram til formanns félagsins af uppstillingarnefnd. Þegar kjörstjórn hafði borið upp tillögu sína að formanni og stjórn á fundinum steig Kolbrún Halldórsdóttir upp í pontu og lagði til að Sólveig yrði boðin fram til formanns gegn Andrési. Sólveig tók við tillögunni og gengið var til kjörs á þessum fjölmennasta aðalfundi félagsins til þessa.

Þetta er í fyrsta sinn sem  tvö framboð eru boðin fram til formanns félagsins.

 Í stjórn ásamt Sólveigu voru kjörin Brynja Björg Halldórsdóttir formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB aðild, Ellen Kristjánsdóttir söngkona, Garðar Mýrdal, Hermann Valsson, Friðrik Dagur Arnarson og Birna Magnúsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert