Vill aflétta trúnaði af gögnum

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í upphafi þingfundar Alþingis harma að ekki sé tryggður óheftur aðgangur að þeim gögnum sem þingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vann með. Bjarni sagði fráleitt að þau séu ekki gerð opinber.

Bjarni minntist raunar á að komið hafi fram að einhver gögn hafi nefndin fengið í trúnaði. Hins vegar sé uppistaðan ekki gögn af þeim toga. Því ætti að tryggja óheftan aðgang að gögnunum.

Einnig harmaði hann að ekki væri gefið svigrúm til að ræða önnur mál en skýrslu þingmannanefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka