70 milljarða samdráttur

Sparifé er verndað með lögum.
Sparifé er verndað með lögum. mbl.is/G. Rúnar

„Það er eins og ríkisstjórnin líti á sparnað sem efnahagslegt vandamál, að þetta sé eitthvað sem þurfi bara að eyða,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands.

Innstæður einstaklinga hjá innlánsstofnunum hafa dregist saman um rúm 9% það sem af er þessu ári, eða um 70 milljarða, samkvæmt samantekt Seðlabanka Íslands. Til samanburðar voru tekjur ríkissjóðs á síðasta ári 439 milljarðar.

Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að full ríkisábyrgð sé á öllum innstæðum, og fátt um fína drætti þegar kemur að fjárfestingar- eða ávöxtunarmöguleikum. Vilhjálmur segir ljóst að skattlagning fjármagnstekna hafi mikil áhrif, auk hins nýtilkomna auðlegðarskatts. „Af hverju á fólk að vera að spara sérstaklega til þess að auka skattstofna? Það er ofurskattlagning á sparifé núna, og er farin að nálgast 100% raunskattlagningu miðað við verðbólgu,“ segir hann í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert