Björgvin ekki ákærður

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Kristinn

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra mun ekki sæta ákæru fyrir Landsdómi. Tillaga um málshöfðun gegn honum var felld með 35 atkvæðum gegn 27 á þingfundi Alþingis.  

Mörður Árnason Samfylkingunni sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér hljóðs og sagði að fyrir lægi að fyrrverandi forsætisráðherra muni nú þurfa að svara til saka fyrir Landsdómi vegna ákæruatriða sem að stórum hluta voru á valdsviði fyrrverandi viðskiptaráðherra. Réttlætinu verði ekki frekar fullnægt í þessu máli með enn frekara óréttlæti en orðið er, að sögn Bjarna og greiddi atkvæði gegn tillögunni.

 Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa greitt atkvæði gegn tillögunum um málshöfðun gegn ráðherrunum fjórum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert