Dæmt í samræmi við bílalánsdóma

Dómur héraðsdóms varðandi gengistryggt húsnæðislán er sambærilegur dómum um bílalán
Dómur héraðsdóms varðandi gengistryggt húsnæðislán er sambærilegur dómum um bílalán mbl.is

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á kröfu hjóna sem gerðu kröfu í bú Frjálsa fjár­fest­inga­bank­ans upp á tæp­ar fjór­tán millj­ón­ir króna vegna hækk­un­ar á hús­næðislán­um í er­lendri mynt. Hins veg­ar var fall­ist á að láns­samn­ing­ar sem þau höfðu gert við bank­ann í er­lendri mynt væri um lán í ís­lensk­um krón­um og ákvæði um geng­is­trygg­ingu því ólög­mæt.

Er þetta í takt við niður­stöðu héraðsdóms og Hæsta­rétt­ar í svo kölluðum bíla­láns­mál­um.

Fjár­kröf­um hjón­anna var þó hafnað, þar sem þær studd­ust við greiðslu­áætlan­ir. Í ljósi for­dæm­is Hæsta­rétt­ar nú fyrr í mánuðinum var held­ur ekki unnt að unnt að fall­ast á aðrar kröf­ur þeirra. Viður­kennd var hins veg­ar krafa þrota­bús Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­ans um að lán­in bæru vexti og skulu þeir á hverj­um tíma vera jafn­há­ir vöxt­um sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxt­um á nýj­um al­menn­um óverðtryggðum út­lán­um hjá lána­stofn­un­um. Máls­kostnaður var felld­ur niður í mál­inu.

Dóm­ur­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert