Ekki enn ákveðið hvort ráðherra áfrýjar dómi

Frá Þjórsá.
Frá Þjórsá. mbl.is/RAX

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún áfrýjar dómi héraðsdóms um aðalskipulag í Flóahreppi til Hæstaréttar. Oddviti Flóahrepps segir eðlilegt að umhverfisráðherra staðfesti skipulagið.

Svandís Svavarsdóttir neitaði að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði tekið þátt í að greiða kostnað við skipulagið, en skipulagið gerir ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

Sveitarfélagið ákvað að höfða mál gegn ráðherra og niðurstaða héraðsdóms var að ráðherra hefði ekki haft heimild til að synja aðalskipulagi Flóahrepps staðfestingar. Framkvæmdaaðilum, eins og Landsvirkjun, væri ekki óheimilt að taka þátt í kostnaði við aðalskipulag sveitarfélaga.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert