Greiddi atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu

Ólína Þorvarðardóttir og Ögmundur Jónasson.
Ólína Þorvarðardóttir og Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í Kastljósi RÚV í kvöld hafa greitt atkvæði á Alþingi í dag eftir sinni sannfæringu og sé ákvörðunin í samræmi við niðurstöður úr rannsóknarskýrslu Alþingis. Hún segir sorglegt að fyrrverandi forsætisráðherra ætli sér að persónugera atkvæðagreiðsluna.

Ólína benti á að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi eitt sinn sagt að ekki ætti að persónugera vandann. Því væri sorglegt ef hann ætli sér að persónugera það sem gerðist á Alþingi í dag. Hún sagði ljóst að þingmenn hafi greitt atkvæði í samkvæmt sinni sannfæringu.

Spurð hvort hún hafi verið samkvæm sjálfri sér benti Ólína á, að hún hafi greitt atkvæði með ákærum á hendur þremur fyrrverandi ráðherrum, Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Ákvörðunin hafi verið þungbær og hún gengið í gegnum mikið hugarstríð. Ákvörðunin sé jafnframt í samræmi við rannsóknarskýrslu Alþingis.

Jafnframt sagði Ólína að ef það sé pólitískur loddaraskapur að fylgja sannfæringu sinni sé hún stoltur pólitískur loddari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert