Vinavika stendur nú yfir á Vopnafirði og hefur vakið mikla athygli íbúa. Tilgangurinn er að minna á hin sönnu verðmæti lífsins vináttuna og kærleikann, en hugmyndin kviknaði í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls. Krakkarnir hafa meðal annars komið íbúum á óvart með hjörtum og vinalegum kveðjum á bílum og húsum.
Á morgun munu krakkarnir ganga í hús og bjóða fólki upp á kex auk þess að syngja og dansa. Á fimmtudaginn fara svo nær allir krakkar á Vopnafirði, þ.e. á leikskóla- og grunnskólaaldri, í skrúðgöngu. Meðal annars hefur sveitastjórinn lofað að taka þátt í göngunni.
Þá ætla krakkarnir að heimsækja fólkið á hjúkrunarheimili bæjarins og ganga í hús og bjóða fólki hjálp við ýmis húsverk um næstkomandi helgi.
Nánari upplýsingar um vinavikuna