Landeyjahöfn lokuð

Eftir morgunferð Herjólfs í Landeyjahöfn í dag er ljóst að hún er ófær. Því verður siglt til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum í dag kl. 15:15.  Ekki er ljóst hversu lengi þarf að sigla til Þorlákshafnar.

Áætlun verður frá Vestmannaeyjum klukkan  07:30 og 15:15. Frá Þorskshöfn 11:15 og 18:45.

Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun safnaðist gosefni frá Eyjafjallajökli inn í legur í skrúfubúnaði dýpkunarskipsins Perlunnar svo nauðsynlegt reyndist að endurnýja hluta búnaðarins. Perlan er því í slipp og mun viðgerð væntanlega ljúka í lok vikunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert