Landsdómur dæmir - ekki Alþingi

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi, að það væri lands­dóm­ur, sem dæmdi í mál­um ráðherra en ekki Alþingi. Ákvörðun um að ákæra ekki ráðherra væri hins veg­ar dóm­ur Alþing­is um sýknu.

„Ákvörðun um máls­höfðun er ekki dóm­ur. Það er ekki hlut­verk okk­ar hér að dæma. Það er hlut­verk óháðs og óvil­halls dóm­stóls og það  gild­ir að sjálf­sögðu sú regla ís­lensks réttar­fars, að eng­inn er sek­ur nema sekt hans sé sönnuð. Rétt­arstaða þeirra, sem hér eiga hlut að máli er tryggð," sagði Árni í umræðum um þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um máls­höfðun gegn ráðherr­um.

„Ákvörðun Alþing­is um að höfða ekki mál er hins veg­ar dóm­ur. Í slíkri ákvörðun felst dóm­ur Alþing­is um sýknu. Í því felst mikið póli­tískt vald, póli­tískt dómsvald. Þar er hætta á póli­tískri mis­beit­ingu," sagði Árni Þór. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka