Mál höfðað gegn Geir

Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag.
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

Það var niðurstaða Alþing­is, að höfða beri mál gegn Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir lands­dómi. Til­lög­ur um að ákæra þrjá aðra fyrr­ver­andi ráðherra í rík­is­stjórn Geirs voru hins veg­ar felld­ar.

Til­laga um að ákæra Geir var samþykkt með 33 at­kvæðum gegn 30. Til­laga um að ákæra Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, var felld með 34 at­kvæðum gegn 29. Til­laga um að ákæra Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra,  var felld með 32 at­kvæðum gegn 31 at­kvæði. Þá var til­laga um Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, felld með 35 at­kvæðum gegn 27 en einn þingmaður, Mörður Árna­son, sat hjá.

All­ir þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs og Hreyf­ing­ar­inn­ar greiddu at­kvæði með til­lögu um að höfða mál gegn Geir, 9 þing­menn Sam­fylk­ing­ar og 6 þing­menn Fram­sókn­ar­flokks.

All­ir 16 þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, 11 þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 3 þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni.

Þegar kom að því að greiða at­kvæði um hvort ákæra ætti Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, greiddu fjór­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem samþykktu máls­höfðun gegn Geir, at­kvæði á móti. Þetta voru Helgi Hjörv­ar, Ólína Þor­varðardótt­ir, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Skúli Helga­son. 

Þegar at­kvæði voru greidd um hvort ákæra ætti Árna M. Mat­hiesen greiddu þær Ólína og Sig­ríður Ingi­björg at­kvæði með til­lög­unni en Helgi og Skúli greiddu at­kvæði gegn.  

Loks voru greidd at­kvæði um hvort höfða ætti mál gegn Björg­vin G. Sig­urðssyni.  þrír þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greiddu at­kvæði með máls­höfðun, Ólína Þor­varðardótt­ir, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir en Mörður Árna­son sat hjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert