Nærri af tveir af hverjum þremur, eða 64,2%, vilja halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram og ljúka þeim með þjóðaratkvæðagreiðslu fremur en að draga aðildarumsóknina til baka. Ríflega þriðjungur, eða 35,8%, telur að draga beri umsóknina til baka. Þetta kemur fram í könnun Fréttablaðsins.
Afstaðan til umsóknarferlisins er ólík á meðal stuðningsmanna flokkanna og kemur fram að mikill meirihluti samfylkingarmanna, eða 83,8%, vill halda aðildarferlinu áfram. Hitt vekur þó athygli að sjötti hver stuðningsmaður flokksins vill draga umsóknina til baka.
Hjá Sjálfstæðisflokknum vill meirihluti eða 53,6% draga umsóknina til baka en 46,4% halda aðildarferlinu áfram.
Naumur meirihluti framsóknarmanna vill draga umsóknina til baka en hjá Vinstri grænum fer nærri að tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum flokksins vilji láta staðar numið og hætta aðildarferlinu, að því er fram kemur í könnuninni.