Mjög tvísýnt um úrslitin

Atkvæði verða greidd í dag um tillögur þingmannanefndarinnar á Alþingi …
Atkvæði verða greidd í dag um tillögur þingmannanefndarinnar á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Flest benti til þess í gær­kvöld að þings­álykt­un­ar­til­laga meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar þeirr­ar sem kennd er við Atla Gísla­son, þing­mann VG, yrði felld við at­kvæðagreiðslu þings­ins sem vænt­an­lega fer fram í dag.

Þó var talið að ef meiri­hluti þing­flokks Sam­fylk­ing­ar myndi kjósa með því að Geir H. Haar­de yrði ákærður yrðu hinir þrír fyrr­ver­andi ráðherr­arn­ir einnig ákærðir.

All­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er and­víg­ur ákær­um á hend­ur ráðherr­un­um fyrr­ver­andi. Sama máli er talið gilda um yfir helm­ing þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks, þannig að öll at­kvæði VG og Hreyf­ing­ar­inn­ar megi sín lít­ils, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert