Ný sýn á stjórnmálastarfið

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Rax / Ragnar Axelsson

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir at­kvæðagreiðsluna sem fram fór á Alþingi í dag verða til að veita nýja sýn á stjórn­mála­starfið í fleiri skiln­ingi en ein­um. Hann seg­ir frá­leitt að stjórn­mála­maður skuli dreg­inn fyr­ir refsi­dóm vegna þess sem gerðist haustið 2008.

Á vefsvæði sínu fer Björn yfir at­b­urði dags­ins. Hann seg­ir að 33 þing­mönn­um hafi tek­ist að breyta póli­tísk­um ágrein­ingi í saka­mál með því að ákveða, að draga skuli Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir lands­dóm vegna banka­hruns­ins. At­kvæðagreiðslan sýni enn skýr­ar en áður hvernig stjórn­mála­maður Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna og fjár­málaráðherra, er. „Hann stend­ur nú fyr­ir fram­an sjón­varps­vél­ar með „sorg í hjarta“ að eig­in sögn yfir at­b­urði, sem hann gat forðað. Að láta eins og lög­bund­in nauðsyn sé að ákæra Geir H. Haar­de og fleiri vegna póli­tískra ágrein­ings­mála er frá­leitt.“

Jafn­framt seg­ir Björn að at­kvæðagreiðslan sýni tæki­færis­mennsku Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar sem þing­menn greiði at­kvæði eft­ir því hver á í hlut. „Þetta er dæma­laus afstaða og lít­ilmann­leg,“ skrif­ar Björn.

Vefsvæði Björns Bjarna­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert