Ný sýn á stjórnmálastarfið

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Rax / Ragnar Axelsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks, segir atkvæðagreiðsluna sem fram fór á Alþingi í dag verða til að veita nýja sýn á stjórnmálastarfið í fleiri skilningi en einum. Hann segir fráleitt að stjórnmálamaður skuli dreginn fyrir refsidóm vegna þess sem gerðist haustið 2008.

Á vefsvæði sínu fer Björn yfir atburði dagsins. Hann segir að 33 þingmönnum hafi tekist að breyta pólitískum ágreiningi í sakamál með því að ákveða, að draga skuli Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdóm vegna bankahrunsins. Atkvæðagreiðslan sýni enn skýrar en áður hvernig stjórnmálamaður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, er. „Hann stendur nú fyrir framan sjónvarpsvélar með „sorg í hjarta“ að eigin sögn yfir atburði, sem hann gat forðað. Að láta eins og lögbundin nauðsyn sé að ákæra Geir H. Haarde og fleiri vegna pólitískra ágreiningsmála er fráleitt.“

Jafnframt segir Björn að atkvæðagreiðslan sýni tækifærismennsku Samfylkingarinnar, þar sem þingmenn greiði atkvæði eftir því hver á í hlut. „Þetta er dæmalaus afstaða og lítilmannleg,“ skrifar Björn.

Vefsvæði Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert