Össur fordæmir Ísraelsstjórn

Össur Skarphéðinsson gagnrýnir Ísraelsstjórn á allsherjarþingi SÞ í síðustu viku.
Össur Skarphéðinsson gagnrýnir Ísraelsstjórn á allsherjarþingi SÞ í síðustu viku.

„Ég harma það og átel það harkalega að Ísraelsmenn skuli meina íslenskum hjálparstarfsmönnum og sjálfboðaliðum að fara inn á Gaza með hjálpargögn eins og gervifætur sem mikil og brýn þörf er fyrir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í harðri gagnrýni á ísraelsk yfirvöld.

„Það staðfestir það enn einu sinni að Ísraelsmenn eru að brjóta mannréttindi á íbúum Gaza dag hvern. Það eitt að þeir skuli halda Gaza í herkví og sem einskonar risavöxnu fangelsi er brot á alþjóðalögum sem banna að mönnum sé refsað sameiginlega fyrir tilteknar skoðanir og viðhorf.“

- Ætlarðu að koma þessum skilaboðum á framfæri erlendis?

„Ég kom þeim nú nokkuð hressilega á framfæri í síðustu viku þar sem ég átti kost á að halda ræðu yfir þessum herramönnum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með þessu máli og mótmæla því harkalega. Við munum gera það reglulega og í hvert skipti sem þörf er á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert