Sakargiftir fá ekki staðist

Skúli Helgason ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi.
Skúli Helgason ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi. mbl.is/Ómar

Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði á Alþingi í dag, að sak­argift­ir á hend­ur Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, í þings­álykt­un­ar­til­lög­um um máls­höfðun gegn ráðherr­um, fái ekki staðist.

Þá sagði Skúli, að sak­argift­ir á hend­ur Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, séu á veik­um grunni.  Sagðist Skúli ekki telja að sak­ar­efni á hend­ur Árna nægi til sak­fell­ing­ar og það sama gilti um Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra.

Skúli sagði, að  Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hefði búið yfir öll­um nauðsyn­leg­um upp­lýs­ing­um til að grípa til aðgerða, svo sem til að minnka um­svif bank­anna.  Þá hafi hann borið ábyrgð á mál­efn­um Seðlabank­ans og hefði átt að setja flutn­ing Ices­a­ve-reikn­ing­anna í dótt­ur­fé­lag á Englandi í for­gang inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Geir hafi það sér hins veg­ar til máls­bóta, að unnið var að þess­um verk­efn­um í stjórn­kerf­inu á ár­inu 2008. Banka­kerfið minnkaði þótt það nægði hvergi nærri, og unnið var að flutn­ingi Ices­a­ve í dótt­ur­fé­lag þótt það tæk­ist ekki.

Þá vísaði Skúli til þeirr­ar niður­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, að ör­lög banka­kerf­is­ins hafi í raun verið ráðin áður en þeir ráðherr­ar, sem lagt er til að ákæra, tóku við embætt­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert