Skaut ref í stað gæsar á veiðum í Eyjafirði

Jóhann og Gunnar með skolla sem þeir skutu er hann …
Jóhann og Gunnar með skolla sem þeir skutu er hann stökk á hóp gervigæsa. mbl.is/Benjamín

Feðgarnir Jóhann V. Norðfjörð og Gunnar Ögri á Akureyri héldu til gæsaveiða inn í Eyjafjarðarsveit um helgina.

Þeir tóku daginn snemma og voru komnir um fimmleytið fram í Syðra-Laugaland og röðuðu þar upp nokkrum gervigæsum meðan enn var náttmyrkur. Þeir komu sér svo fyrir í skurðenda, breiddu yfir sig net, fengu sér heitt kakó og biðu átekta.

Þegar birta tók af degi fara þeir feðgar að svipast um eftir gæsahópum en þær létu ekki blekkjast. En allt í einu sjá þeir ref koma niður hlíðina og stefna á gervigæsirnar. „Ég greip að sjálfsögðu hólkinn og lét vaða á skolla rétt í þann mund sem hann var að stökkva á bráðina,“ sagði Jóhann.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert