Þægileg lausn fyrir Samfylkinguna

Stefanía Óskarsdóttir.
Stefanía Óskarsdóttir.

Það er þægi­leg lausn fyr­ir Sam­fylk­ing­una og rík­is­stjórn­ina að ákveða að höfða mál gegn Geir H. Haar­de fyr­ir lands­dómi seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur. Þar með sé einn fleyg­ur horf­inn úr rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

„Þetta mál hef­ur verið póli­tískt frá upp­hafi og niðurstaðan er póli­tísk. Hún bygg­ir á póli­tísku mati á því hvað hafi farið aflaga í þjóðfé­lag­inu,“ seg­ir Stef­nía.

Nú komi til kasta lands­dóms í máli þar sem póli­tískt mat muni ekki liggja til grund­vall­ar held­ur lög­fræðilegt. Þar muni Geir geta komið fram vörn­um.

„Það mun ýmsi­legt koma á dag­inn í þeim mála­ferl­um sem gætu skýrt hvað raun­veru­lega gerðist fyr­ir hrun. Það gæti verið já­kvæð auka­af­urð af þessu.“ 

Hún seg­ir þess­ar mála­lykt­ir vera ágæta niður­stöðu fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Nú sé hægt að segja að höfuð rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem var við völd fyr­ir hrunið muni svara til saka en á sama tíma verði ráðherr­ar flokks­ins ekki sótt­ir til saka.

Þar með sé einn fleyg­ur­inn í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu horf­inn. Menn geti sagt að mál­inu sé nú lokið og stjórn­in geti snúið sér að öðrum mál­um. Stef­an­ía seg­ir þó að málið muni halda áfram og muni hafa eft­ir­mála á mörg­um víg­stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert