Þingmenn geta ekki sett sig í dómarasæti, síst af öllu yfir samferðamönnum sínum í stjórnmálum," sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um tillögur um málshöfðun á hendur ráðherrum.
Sagði hann að það væri skelfilegt þegar þingmenn héldu að þeir séu orðnir lögfræðingar þegar þeir blönduðu sér inn í einhver atriði, sem vörðuðu lagasetningu.
Sagði Árni, að það hefðu verið skelfileg mistök, að setja þá þingmenn, sem sátu í þingmannanefndinni, í þá aðstöðu sem þeir voru settir, að þurfa að fjalla um ábyrgð ráðherra. „Sjá menn virkilega ekki fyrir, að ef gengið verður til sakamála gagnvart stjórnmálunum í landinu, þá er fjandinn laus og þá verður ný Sturlungaöld í landinu með kærum, kærum, kærum og kærum," sagði Árni.