Þingmenn geta ekki sett sig í dómarasæti

Árni Johnsen á Alþingi í dag.
Árni Johnsen á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Þing­menn geta ekki sett sig í dóm­ara­sæti, síst af öllu yfir sam­ferðamönn­um sín­um í stjórn­mál­um," sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í umræðum um til­lög­ur um máls­höfðun á hend­ur ráðherr­um. 

Sagði hann að það væri skelfi­legt þegar þing­menn héldu að þeir séu orðnir lög­fræðing­ar þegar þeir blönduðu sér inn í ein­hver atriði, sem vörðuðu laga­setn­ingu.

Sagði Árni, að það hefðu verið skelfi­leg mis­tök, að setja þá þing­menn, sem sátu í þing­manna­nefnd­inni, í þá aðstöðu sem þeir voru sett­ir, að þurfa að fjalla um ábyrgð ráðherra.  „Sjá menn virki­lega ekki fyr­ir, að ef gengið verður til saka­mála gagn­vart stjórn­mál­un­um í land­inu, þá er fjand­inn laus og þá verður ný Sturlunga­öld í land­inu með kær­um, kær­um, kær­um og kær­um," sagði Árni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert