Þungbær og erfið niðurstaða

Geir H. Haarde þegar hann kom úr viðtali hjá Stöð …
Geir H. Haarde þegar hann kom úr viðtali hjá Stöð 2 fyrr í kvöld.

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í kvöld, að sú niðurstaða Alþing­is að höfða mál á hend­ur hon­um fyr­ir lands­dómi sé þung­bær og erfið. Geir sagði jafn­framt, að máls­höfðunin væri til­hæfu­laus og hann myndi sýna fram á það.

Geir sagðist hafa vonað í lengstu lög, að Alþingi bæri gæfu að taka sak­sókn­ara- og ákæru­vald sitt al­var­lega en það hefði ekki orðið raun­in held­ur hefði póli­tík­in tekið völd­in, einkum inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þar sem nokkr­ir þing­menn hefðu hlaupið á milli aðila til að ákæra.

„Við því er ekk­ert að segja af minni hálfu," sagði Geir og bætti við að hann myndi tjá sig efn­is­lega um þetta í rétt­ar­saln­um.

Geir sagðist jafn­framt vega feg­inn því, að hinir ráðherr­arn­ir þrír, sem þings­álykt­un­ar­til­laga meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar náði til, verði ekki ákærðir.  „Ég vil miklu frek­ar mæta einn og óstudd­ur fyr­ir lands­dómi," sagði Geir.

Geir benti jafn­framt á, að í rík­is­stjórn hans hefðu setið tveir ráðherr­ar, sem enn sætu á æðstu valda­stól­um í rík­is­stjórn. Ann­ar, Össur Skarp­héðins­son, hefði verið staðgeng­ill ut­an­rík­is­ráðherra og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hefði farið með mál­efni Íbúðalána­sjóðs. Það væri sér­kenni­legt að það fólk skuli sitja óáreitt eins og eng­um hefði dottið í hug að þau hefðu átt hlut að máli. 

En Geir sagðist ekki hefðu viljað ákæra nokk­urn mann fyr­ir embættis­verk sín í rík­i­s­tjórn­inni. og sagðist hann telja að hann sjálf­ur sé með full­kom­lega hrein­an skjöld. „Ég mun sanna það fyr­ir lands­dómi og ég mun sýna fram á það þegar þar að kem­ur að þessi máls­höfðun er full­kom­lega til­hæfu­laus. Hún er póli­tískt upp­hlaup og jaðrar við póli­tísk­ar of­sókn­ir."

Geir sagði að það væri óeðli­legt að draga fyrr­ver­andi ráðherra til refsi­á­byrgðar með þess­um hætti. „Og það er ótrú­legt að þurfa að sitja fyr­ir fram­an sjón­varpið heima hjá sér og  hlusta á mann eins og Atla Gísla­son og fleiri fjalla um fundi, sem ég sat á en ekki þeir og fara með til­hæfu­laus um­mæli og staðlausa stafi. Það er ótrú­legt að Alþingi setji mann eins og mig í þá aðstöðu að geta ekki komið á fram­færi at­huga­semd­um, leiðrétt vit­leys­ur og komið sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi," sagði Geir.

Sagði hann að sumt bæri með sér, að það hefðu verið póli­tísk­ir óvit­ar, sem sömdu ákæru­skjalið og settu það í lög­fræðileg­an bún­ing en ekki haft hug­mynd um hvaða leik­regl­ur hefðu tíðkast í póli­tík og við rík­is­stjórn­ar­borðið ára­tug­um sam­an. 

Þá sagðist Geir hafa verið hvatamaður að því árið 1995 að end­ur­skoða mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar og þar væru meðal ann­ars ákvæði um rétt­láta málsmeðferð og önn­ur rétt­indi, sem grunaðir menn eiga að njóta.

„Mér hefði aldrei nokk­urn tím­ann komið til hug­ar, að eiga sjálf­ur eft­ir að lenda í þeirri aðstöðu að slík rétt­indi yrðu á manni brot­in. Hvort það verður niðurstaða lands­dóms mun koma í ljós. Ég ætla þó ekki að gera formið að aðal­atriði í þessu en það eru efn­is­atriði í þess­ari ákæru, sem ég geri mjög mikl­ar at­huga­semd­ir við og þeim mun ég mæta þegar þar að kem­ur." 

Í frétt­um á Stöð 2 í kvöld sagði Geir, aðspurður hvort að þeir þing­menn sem greiddu at­kvæði með ákæru á hend­ur hon­um ættu að segja af sér ef lands­dóm­ur sýknaði hann eða vísaði máli hans frá, að þeir yrðu að axla sína ábyrgð á því þegar þar að kæmi en þetta myndi allt taka lang­an tíma.

Geir sagði einnig að það væru ákveðin of­stækisöfl í þing­inu og nefndi sér­stak­lega Stein­grím J. Sig­fús­son sem hefði haft tögl­in og hal­gd­irn­ar í þessu máli og gangrýndi fram­göngu hans í mál­inu harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert