Um 550 manns hafa þegar skráð sig á Facebook-síðu þar sem hvatt er til mótmæla gegn aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Mótmælin fara fram á Austurvelli aðfararnótt föstudags. Ætlunin er að fjöldi fólks leggist til svefns í svefnpokum.
Á síðunni stendur m.a að ætlunin sé að mótmæla aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna stöðu heimila og fyrirtækja í landinu. Fólk sé orðið langþreytt á þessu aðgerðarleysi. „nú er lag fyrir okkur að koma okkur á framfæri og láta í okkur heyra í þessu rugli. Við látum ekki troða á okkur lengur, og ALLIR AÐ MÆTA.. er ekki kominn tími á potta og pönnur aftur.“
Var ekki verið að tala um að maður ætti að mæta með Skyr eða Lýsi... ég fer á morgun og ætla kaupa helling af því og grýta :D vinnan hjá mér verður lokuð á meðan þetta verður í gangi því að allir ætla að mæta og kasta...!! :D