Aflaverðmæti eykst um 24,7%

mbl.is

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 68 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 54 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um rúma 13 milljarða eða 24,7% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok júní orðið 50,6 milljarðar og jókst um 25,5% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 40,3 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 24,6 milljarðar og jókst um 28,7% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 8,6 milljörðum og jókst um 6,3%, en verðmæti karfaaflans nam um 6,2 milljörðum, sem er 21,8% aukning frá árinu 2009. Verðmæti ufsaaflans jókst um 25,1% milli ára og nam rúmum 3,4 milljörðum fyrri hluta ársins 2010.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert