„Dapurleg niðurstaða“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir niðurstöðu Alþingis í gær vera dapurlega. Hún sagði í samtali við Rúv að það hefði verið sér mikið áfall að mikill meirihluti þingmannanefndarinnar hefði lagt til að hún yrði dregin fyrir landsdóm.

„Mér fannst það vera mjög dapurlegt að Geir skuli hafa verið dreginn fyrir landsdóm vegna þess að ákæran fellst í því að það er verið að segja að hann hafi brotið af sér; sýnt af sér stórfellt hirðuleysi eða af ásetningi valdið þjóðinni tjóni. Ég er fullkomlega ósammála þessu.“

Ingibjörg segir að í niðurstöðunni felist uppgjöf Alþingis við að takast á við pólitísk úrlausnarefni og fella dóma yfir þeim stjórnvöldum sem ríkja á hverjum tíma. Engan hefði átt að draga fyrir Landsdóm. Sakargiftirnar standist ekki.

Ingibjörg sagði í viðtalinu við RÚV að upplausnarástand ríkti í íslenskum stjórnmálum. Næg hafi upplausnin verið á Alþingi fyrir gærdaginn, og óttast hún að ástandið eigi eftir að versna þar til muna á komandi þingi. Enginn viti, eftir að þessi vél var ræst í gær, hvert hún muni leiða okkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert