Lengsta þingið hingað til

Nýliðið þing er það lengsta hingað til en það stóð í alls 886 klukkustundir og þingfundirnir voru 169 talsins. Þingi var frestað í gær og kemur það næst saman á föstudag, 1. október.

Lengsta þing hingað til var 116. þing sem hófst í ágúst 1992 og afgreiddi EES-samninginn. Það þing stóð í 879 klukkustundir.

Lengsta umræðan á nýliðnu þingi var um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta og stóð hún í rúmar 135 klukkustundir.

Þingfundir voru haldnir á 128 þingfundadögum, þing stóð frá 1. okt. til 30. des. 2009, 8. jan. 2010, 29. jan. til 24. júní 2010 og 2. sept. til 28. sept. 2010.

Af 224 frumvörpum urðu 137 að lögum, 3 var vísað til ríkisstjórnarinnar.
92 þingsályktunartillögum voru lagðar fram og 28 þeirra samþykktar. 

Sjá nánar hér um störf þingsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert